top of page

UM OKKUR

Ég heiti Kristófer Karl og var í þessu verkefni með besta vini mínum Tómasi. Ég er 15 ára gamall og er að fara útskrifast eftir nokkra daga eftir 10 ára skólagöngu í Breiðholtsskóla. Ég sá um að lesa ritgerðir og skrifaði textana á síðunum og þýddi líka part af sumum textum. Ég stefni á að fara í Menntaskólann á Ísafirði og fer þar í skipastjórnun sem hefur verið áhugamálið mitt síðan ég var lítill. Þetta umræðuefni í verkefninu valdi ég í samræði við Tómas vegna þess að mér hefur alltaf langað að vita hvort það væri tilgangur í að hafa heimanám í grunnskólum á Íslandi. Mér fannst þetta vera skemmtilegt og fræðandi verkefni sem við unnum sem lokaverkefni.

Kristófer K.

Nemandi í 10.bekk

Breiðholtsskóla

Tómas A.

Nemandi í 10.bekk

Breiðholtsskóla

Ég er 16 ára og er nemandi í 10 bekk í Breiðholtsskóla en fer að útskrifast eftir nokkra daga. Ég og besti vinur minn Kristófer erum höfundar þessarar síðu. Ég er fæddur á Akureyri en alinn upp í Reykjavík. Ég hef verið í Breiðholtsskóla frá því í fyrsta bekk og hafa það verið skemmtilegar stundir. Ég stefni á að fara í nám tengt fluginu, t.d. að verða flugþjónn, flugumferðarstjóri eða eitthvað svoleiðis, það þarf bara að vera tengt flugi. Kristófer fann upp á efninu sem við erum að fjalla um hér og fannst mér það bara vera fínt fyrir lokaverkefni. Við stefnum í sitthvorar áttir eftir sumarið og er þetta kannski síðasta verkefnið sem við gerum saman eftir 10 ár.

bottom of page