top of page

Homework

.

Lektier

Er heimavinna góð fyrir heilsuna þína?

Heilsan skiptir okkur öllu máli bæði líkamlega og andlega. Oft tökum við ekki eftir því að heimanám er partur í andlegum erfiðleikum okkar. Heimanám getur valdið vanlíða einstaklings, svo sem þunglyndi, vegna álags á nemandann sjálfan í að skila heimanámi.

 

Heimanám getur líka skaðað líkamlega heilsu þar sem nemandinn neyðist til þess að vera inni að gera heimanám í stað þess að vera úti með vinum eða t.d. úti að hjóla, hlaupa og fleira. Nemendur geta líka upplifað svefnleysi, hausverki, magaverki, þreytu og þyngdartap í verstu tilfellum. Svefnleysi getur orðið ef nemandinn er oft að gera heimanám langt fram á kvöld og þarf síðan að vakna snemma næsta morgunn í skólann og verður þá ekki úthvíldur. Hausverkur kemur fyrir þegar nemandinn er að vinna heimanám langt fram á kvöld eða vinna það í tölvu fram á kvöld og fær sér ekki nægilega að borða eða frískt loft. Magaverkurinn kemur kannski ekki hjá öllum en hann getur komið fram vegna stress eða streitu því að það þarf að skila heimanámi fyrir einhvern tiltekinn tíma. Þreyta getur verið andleg og líkamleg í þessu tilfelli vegna þess að nemandinn getur byrjað að hugsa um að hann getur eitthvað ekki og kannski byrjað að brjóta sig niður vegna þess að hann heldur að hann getur ekki eða að hann sé ekki eins góður og hinir í bekknum. Líkamleg þreyta kemur fram ef að nemandinn er mikið að skrifa mikið og höndin verður þreytt eða þegar heilinn er ofnotaður. Þyngdartap kemur mjög sjaldan fyrir en það gerist þegar nemandinn er að gera of mikið af heimavinnu og fær sér ekkert að borða áður enn hann fer að sofa.

 

Það eru kostir og gallar við allt en heilsufarslega er heimanám ekki gott fyrir þig nema það að heilinn þinn fær betri skýringar á námi og festist það betur í þér ef þú ferð aftur og aftur yfir efnið. Námslega, gæti heimanám verið gott fyrir þig.  

Kristófer K.

Mynd sótt af Google

Tilgangur heimanáms að mati kennara

Hér var gerð könnun um hvað kennurum fannst

tilgangur heimanáms vera:

25% sögðu að það ætti að væri hlekkur á milli skóla og heimilis

24% sögðu að það þjálfar nemendur það sem þeir lærðu í skólanum

16% sögðu að það tengir foreldra við nám nemenda

12% sögðu að nemendur temja sér betri vinnubrögð

3% sögðu að nemendur dýpka sjálfstæð vinnubrögð

1% sögðu að nemendur klára þau verkefni sem að ekki voru kláruð í skólanum

1% sögðu að nemandi undirbýr sig fyrir næstu kennslustund

2% sögðu annað

Vissir þú að...

Of mikið af heimanámi getur valdið stressi, þunglyndi og ennþá lægri einkunnunum

bottom of page