top of page

Hvaða áhrif hefur heimanám á nemendur?

Vissir þú að...

Í rannsókn árið 2016 var sýnt að 47% allra

nemenda í 7-10.bekk í íslenskum skólum

þótti heimanám hæfilegt.

Eftir Tómas & Kristófer

Heimanám er stór þáttur í skólastarfi sem að margir eru að deila um. Heimanám er í raun framlenging af skóladeginum sem ætlast til að nemendur þrói sjálfstæð vinnubrögð, skipulag, ábyrgð og sjálfsaga og einnig geta þau dýpkað sjálfsþekkingu sína.

 

Heimanámi er ætlað til að vinna utan skólatíma eins og heima, bókasafni, heima hjá vini, eða öðrum stöðum. Oftast í yngri deildum grunnskóla, 1.-4. bekk, þarf t.d að lesa heima og sýnir það að nemandinn sem les heima nær betri árangri í lestri en þeir sem lesa ekki heima.

Mikil deila hefur verið á síðustu árum vegna tilgangs heimanáms hvort það skili einhverjum árangri. Það gæti líka skapað fjölskylduergjur þar sem foreldrar koma heim eftir 8 klukkustunda vinnudag og þurfa fara hjálpa nemandanum með heimanámið. Það gæti valdið stressi/álagi á nemandann í að standa sig í námi og eftir áætlun. Einnig getur of mikið heimanám líka valdið félagslegri lömun nemandans þar sem hann kemur heim eftir skóladaginn fer og fær sér að borða og fer að gera eitthvað, t.d fara í tölvuna og gleymir að hann þurfi að gera heimanámið fyrir kvöldmat. Síðan koma foreldrarnir heim og þurfa svo að hjálpa honum með námið og eru til kvölds að því og þá er enginn tími fyrir vini. Samkvæmt Aðalnámskrá Grunnskóla bera foreldrar líka ábyrgð á heimanámi barna sinna. Tilgangur þessara síðu er að finna út hvort heimanám er nauðsynlegt eða ekki í grunnskólum.

Kristófer K.

Mynd sótt af Google

Þessi heimasíða er gerð í tilefnis lokaverkefnis okkar í 10. bekk vorið 2017 áður en við útskrifumst. Tilgangur þessara síðu er að rannsaka og sjá hvort tilgangur sé í heimanámi og hvort það skili einhverjum árangri í námi nemenda í grunnskólum hér á landi. Verkefnið var unnið í tölvum og voru heimildir notaðar bæði úr rannsóknarritgerðum og af netinu. Verkefninu var skipt á milli okkar beggja. Kristófer var mikið að lesa rannsóknarritgerðir, leita að heimildum og skrifa textana sem eru hér á síðunni á meðan Tómas var að lagfæra, þýða og hanna síðuna til en hlutverkum var líka skipt. Verkefnið var skemmtilega unnið og var það fjölbreytt og áhugavert. Við viljum sérstaklega þakka Margréti og Fríðu í upplýsingaverinu fyrir alla hjálpina á verkefninu og líka hinum kennurunum sem kenna okkur fögin.

bottom of page