top of page

Homework

.

Lektier

Getur heimanám verið skaðlegt í samfélaginu?

Mynd sótt af Google

Fjölskylda, ættingjar, félagslífið, atvinnulífið, tómstundarstarf og margt fleira er að finna í samfélaginu og hefur það áhrif á líf okkar. Fjölskyldan er okkur allt, þar lærir maður að ganga, tala og fleira.

 

Heimavinnan getur valdið fjölskylduerjum þegar of mikið og illa útskýrt heimanám er lagt fyrir. Þetta getur valdið því að samband milli foreldris og nemanda laskast og ekki verður lagað í bráð. Nemandinn getur líka upplifað höfnun ef of mikið heimanám er sett fyrir, þá geta líka aðrir nemendur sem eru búnir með heimanámið líka upplifað höfnun þar sem vinir þeirra eru alltaf að læra heima. Heimanám getur verið mjög gott fyrir kennarann sem setur heimanám fyrir. Hann getur þá séð stöðu nemenda og hvar þeir standa í náminu. Þá getur hann lagað lærdóminn eftir hæfi. Skiptar skoðanir eru um heimanám í samfélaginu, sumir eru á móti heimanámi en hinir eru með því. Það eru til fullt af rökhugsunum um hvort það á að halda heimanámi eða ekki. Sumir segja að nemendur séu líklegri til þess að hætta að nenna hlutum ef of mikið heimanám er sett fyrir. Þeir geta líka hætt að hitta ættingja og vini og hætta að sækja í áhugamálin sín. Heimilisaðstæður og upplifun barna inn á heimilinu geta haft áhrif á færni þeirra í heimanámi sérstaklega þau sem eru með ADHD eða aðrar raskanir sem þurfa mikla reglufestu og öruggt umhverfi. Foreldrar geta þó haft áhrif á heimanámið eins og fram hefur komið fyrir hafa foreldrar ábyrgð á námi barna sinna og þeim ber að hjálpa þeim með heimanámið og hvetja áhugann á námi.

 

Heimanám er þó ekki bara óhollt fyrir samfélagið heldur getur það líka tengt okkur meira saman eins og vinir að fara saman að læra eitthvað ákveðið efni eða foreldrar sjá stöðu á námi barnsins síns. Það er ekki enn til nein skýring á því hvort heimanám sé skaðlegt fyrir samfélagið enda hefur enginn sömu skoðun á hlutum.

Kristófer K.

Vissir þú að...

Meðaltími nemenda á unglingastigi í

heimalærdómi er um 20-40 mín á dag

Í tilraun sem gerð var í Bandaríkjunum á seinni hluta 9. áratugs var tveimur hópum sett fyrir verkefni. Annar hópurinn þurfti að gera það heima en hinn þurfti að gera það í skólanum. Rannsóknir sýndu að 70% þeirra nemenda sem gerðu verkefnið heima sýndu jákvæðan námsárangur en 30% sýndu neikvæðan. 55% nemenda sem gerðu það í skólanum sýndu jákvæðan árangur en 45% neikvæðan. Þetta sýnir okkur að heimanám skilar árangri.

bottom of page